Fara beint í Meginmál

Fjármálaeftirlitið samþykkir yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta Rekstrarfélags Virðingar hf. til GAMMA Capital Management hf.14. ágúst 2019

Þann 13. ágúst 2019 samþykkti Fjármálaeftirlitið yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta Rekstrarfélags Virðingar hf, til GAMMA Capital Management hf., sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða rekstur fagfjárfestasjóðanna Fasteignaauðs II, Fasteignaauðs III, Fasteignaauðs IV, Fasteignaauðs V og Fasteignaauðs VI. Yfirfærslan mun eiga sér stað þann 1. september nk.