Meginmál

Gull til sýnis í Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns

ATH: Þessi grein er frá 16. ágúst 2019 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Eins og fram kom í tengslum við sýningu í Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns á Safnanótt síðastliðinn febrúar var ákveðið að koma gullstöng á borð við þá sem var þá til sýnis í nýja umgjörð til sýningar í Myntsafninu. Því hefur nýjum sýningarkassa með gullstönginni verið komið fyrir í safninu. Gestir geta því skoðað gullstöngina, þreifað á henni og reynt að lyfta henni líkt og á sýningunni í tengslum við Safnanótt í vetur. Gullstöngin sem er til sýnis er um 400 únsur og vegur 12,5 kílógrömm. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns er opið frá klukkan 13 til 16 alla virka daga.