Meginmál

Fyrirlestur aðalhagfræðings hjá Félagi atvinnurekenda

ATH: Þessi grein er frá 4. september 2019 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu, hélt í dag fyrirlestur hjá Félagi atvinnurekenda um þjóðarbúskap við hagsveifluskil. Þórarinn fór þar meðal annars yfir efnahagsþróun og -horfur ásamt því að fjalla um viðnámsþrótt þjóðarbúsins.

Við fyrirlesturinn studdist Þórarinn við gögn í meðfylgjandi skjali: Þjóðarbúskapur við hagsveifluskil.