Fjármálaeftirlitinu barst tilkynning frá Júpíter rekstrarfélagi hf. þann 8. mars 2019 þess efnis að fjárfestingarsjóður í rekstri félagsins hefði farið út fyrir fjárfestingarheimildir 1. mgr. 39. gr., sbr. 1. mgr. 59. gr. laga nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði þann 7. mars 2019. Í 1. mgr. fyrrgreinds lagaákvæðis er tiltekið að fjárfestingarsjóðum sé heimilt að fjárfesta í hlutdeildarskírteinum annarra verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu. Þó er þeim ekki heimilt að binda meira en 20% af eignum sínum í hlutdeildarskírteinum einstakra verðbréfasjóða eða fjárfestingarsjóða. Brotið varð vegna misskilnings sjóðsstjóra og bakvinnslu.
Brot fjárfestingarsjóðs í rekstri Júpíters rekstrarfélags hf. gegn 1. mgr. 39. gr., sbr. 1. mgr. 59. gr. laga nr. 128/2011
ATH: Þessi grein er frá 2. október 2019 og er því orðin meira en 5 ára gömul.