Fara beint í Meginmál

Útgáfa og kynning á Fjármálastöðugleika í dag9. október 2019

Ritið Fjármálastöðugleiki, síðara hefti á þessu ári, kom út í dag, 9. október 2019. Ritið var birt á heimasíðu Seðlabanka Íslands klukkan 10:00.

Jafnframt hófst þá kynningarfundur í Seðlabanka Íslands fyrir fulltrúa fjölmiðla, fjármálafyrirtækja, háskóla og samtaka í atvinnulífi.

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri ritaði inngang í Fjármálastöðugleika og hún ásamt Eggerti Þresti Þórarinssyni, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, kynntu efni ritsins.