Meginmál

Morgunverðarfundur um ábyrgar fjárfestingar

ATH: Þessi grein er frá 14. október 2019 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið efnir til fjórða morgunverðarfundarins á árinu í tilefni 20 ára afmælis stofnunarinnar þann 24. október næstkomandi í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík. Að þessu sinni er fjallað um ábyrgar fjárfestingar. Framsögumenn eru Eleni Choidas, forstöðumaður evrópskra stefnumála hjá ShareAction samtökunum sem hvetja fyrirtæki til ábyrgra fjárfestinga, Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Boðið verður upp á fyrirspurnir og stuttar umræður að erindum loknum.

Óskað er eftir að fundargestir skrái þátttöku eigi síðar en 21. október næstkomandi á fme@fme.is.