Fara beint í Meginmál

Gunnar Jakobsson skipaður í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika

ATH: Þessi grein er frá 2. janúar 2020 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Gunnar Jakobsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika. Gunnar Jakobsson er lögfræðingur að mennt, með MBA próf frá Yale og hefur undanfarin ár gegnt stjórnunarstöðum hjá Goldman Sachs, fyrst í New York og nú síðast sem framkvæmdastjóri lausafjársviðs og persónuverndar Goldman Sachs International í Lundúnum.