Uppfærð viðmið og aðferðafræði vegna könnunar- og matsferlis hjá fjármálafyrirtækjum 4. mars 2020
ATH: Þessi grein er frá 4. mars 2020 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Á fundi fjármálaeftirlitsnefndar 28. febrúar síðastliðinn voru samþykkt uppfærð viðmið og aðferðafræði vegna könnunar- og matsferlis hjá fjármálafyrirtækjum (SREP). Drög að hinum uppfærðu viðmiðum voru send til umsagnar 19. desember 2019 með umræðuskjali nr. 6/2019.
Markmið viðmiðanna er að skilgreina og kynna aðferðafræði og framkvæmd könnunar- og matsferlis Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitsins).
Við uppfærslu viðmiðanna voru gerðar nauðsynlegar breytingar vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins um síðustu áramót. Þá voru gerðar minni háttar breytingar á almennum hluta þeirra. Lutu þær einkum að umfjöllun um stjórnarhætti og innra eftirlit og mat Fjármálaeftirlitsins á eiginfjárþörf vegna áhættuþátta. Í viðauka 1, sem inniheldur viðmið fyrir mat á eiginfjárþörf vegna útlána- og samþjöppunaráhættu, voru gerðar breytingar á aðferðafræði vegna útlána til byggingaframkvæmda, lántakasamþjöppunar og geirasamþjöppunar. Í viðauka 2, sem fjallar um markaðsáhættu og fastvaxtaáhættu, var bætt við umfjöllun um breytingar sem eru væntanlegar á fastvaxtaáhættuviðmiði. Umfjöllun í viðauka 3 um eiginfjárauka tekur nú mið af því að kerfisáhættuauki, eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og sveiflujöfnunarauki verða framvegis ákveðnir með reglum Seðlabankans.
Markmið viðmiðanna er að skilgreina og kynna aðferðafræði og framkvæmd könnunar- og matsferlis Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitsins).
Við uppfærslu viðmiðanna voru gerðar nauðsynlegar breytingar vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins um síðustu áramót. Þá voru gerðar minni háttar breytingar á almennum hluta þeirra. Lutu þær einkum að umfjöllun um stjórnarhætti og innra eftirlit og mat Fjármálaeftirlitsins á eiginfjárþörf vegna áhættuþátta. Í viðauka 1, sem inniheldur viðmið fyrir mat á eiginfjárþörf vegna útlána- og samþjöppunaráhættu, voru gerðar breytingar á aðferðafræði vegna útlána til byggingaframkvæmda, lántakasamþjöppunar og geirasamþjöppunar. Í viðauka 2, sem fjallar um markaðsáhættu og fastvaxtaáhættu, var bætt við umfjöllun um breytingar sem eru væntanlegar á fastvaxtaáhættuviðmiði. Umfjöllun í viðauka 3 um eiginfjárauka tekur nú mið af því að kerfisáhættuauki, eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og sveiflujöfnunarauki verða framvegis ákveðnir með reglum Seðlabankans.