Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitir undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands hf. 31. mars 2020
ATH: Þessi grein er frá 31. mars 2020 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Hinn 10. mars 2020 birti Eimskipafélag Íslands hf. (Eimskip) opinberlega tilkynningu frá Samherja Holding ehf. í tilefni af flöggunartilkynningu félagsins í Eimskip. Í tilkynningunni kom m.a. fram að Samherji Holding ehf. hefði aukið hlut sinn í Eimskip um 3,05% í 30,11% og myndi, innan fjögurra vikna, gera öðrum hluthöfum tilboð svo sem lög áskildu.
Niðurstöðuna er að finna hér (sjá pdf-skjal).