Ábendingar til aðila á lífeyrismarkaði vegna COVID-19 21. apríl 2020
ATH: Þessi grein er frá 21. apríl 2020 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur sent aðilum á lífeyrismarkaði dreifibréf með ábendingum varðandi starfsemi lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar vegna COVID-19. Þar er meðal annars fjallað um rekstrarsamfellu og rekstraráhættu þessara aðila, lausafjárstöðu, tryggingafræðilega stöðu, hagsmuni sjóðfélaga og lífeyrisþega ásamt upplýsingagjöf.