Meginmál

Hagvísar Seðlabanka Íslands birtir

Seðlabanki Íslands birtir ársfjórðungslega yfirlit yfir þróun efnahagsmála og safn hagvísa, Hagvísa Seðlabanka Íslands. Fyrst og fremst er miðað við birtingu á vef bankans. Hagvísarnir eru einnig gefnir út á ensku undir heitinu Economic Indicators.

Í marsútgáfunni var breyting gerð á uppsetningu ritsins en myndaviðaukinn í ritinu Fjármálastöðugleiki sameinaðist Hagvísum. Tveir nýir kaflar VII Heimili og fyrirtæki og IX Fjármálakerfið, ásamt myndum sem falla inn í aðra kafla, bættust við Hagvísa. Ársfjórðungsleg uppfærsla á þróun efnahagsmála og stöðu fjármálakerfisins er því í einu riti.

Sjá hér: Hagvísar Seðlabanka Íslands 26. júní 2020.