Fara beint í Meginmál

Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2019 30. júní 2020

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2019 hjá fjármálafyrirtækjum, þ.e. viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánafyrirtækjum, verðbréfafyrirtækjum og rekstrarfélögum verðbréfasjóða. Í skýrslunni er einnig að finna upplýsingar um heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri einstakra rekstrarfélaga og heildareignir fagfjárfestasjóða í rekstri rekstrarfélaga og annarra rekstraraðila. Jafnframt er í skýrslunni að finna nánar tilteknar upplýsingar um greiðslustofnanir og rafeyrisfyrirtæki.