Í kjölfar fyrirspurnar frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands bárust upplýsingar frá Almenna lífeyrissjóðnum 22. maí 2020 þess efnis að heildareign lífeyrissjóðsins í verðbréfasjóði hefði farið yfir lögbundið hámark fjárfestingarheimilda, sbr. 6. mgr. 36. gr. c. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að eign lífeyrissjóðsins hafi farið yfir lögbundið hámark laganna án þess að Fjármálaeftirlitinu hafi verið tilkynnt um brotið í samræmi við 37. gr. laga nr. 129/1997. Þá var það einnig niðurstaða Fjármálaeftirlitsins að lífeyrissjóðurinn hafi ekki þegar gripið til ráðstafana til að koma sér undir lögbundið hámark líkt og 37. gr. laganna gerir kröfu til.
Brot Almenna lífeyrissjóðsins gegn 37. gr. laga nr. 129/1997 15. júlí 2020
ATH: Þessi grein er frá 15. júlí 2020 og er því orðin meira en 5 ára gömul.