Hinn 31. ágúst 2020 samþykkti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta Kviku banka hf. til Júpíters rekstrarfélags hf., sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða eftirtalda starfsemi Kviku banka hf.:
• Rekstur sérhæfðu sjóðanna Auður I fagfjárfestasjóður slf., kt. 660308-1560, EDDA slhf., kt. 620413-1940 og FREYJA framtakssjóður slhf., kt. 560718-0200.
• Einkabankaþjónustu Kviku sem felur í sér eignastýringu, fjárfestingarráðgjöf og móttöku og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sjóði og stofnanir.
• Þjónustu við stofnanafjárfesta sem felur í sér eignastýringu, fjárfestingarráðgjöf og móttöku og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga til stofnanafjárfesta.