Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, flutti í gær, mánudaginn 26. október, erindi á fundi SAM-hópsins og ráðherra um stöðu efnahagsmála. SAM-hópurinn er samhæfingarhópur um atvinnu- og menntaúrræði skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra. Kynning Rannveigar bar yfirskriftina Efnahagshorfur og óvissa á tímum heimsfaraldurs og fjallaði um efnahagshorfur í ljósi heimsfaraldursins og viðnámsþrótt þjóðarbúsins nú í samanburði við fjármálakreppuna 2008.
Hér má finna kynningarefni sem Rannveig studdist við á fundinum: Efnahagshorfur og óvissa á tímum heimsfaraldurs