Hinn 19. október 2020 samþykkti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta GAMMA Capital Management hf. til Kviku eignastýringar hf. sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða yfirfærslu á rekstri eftirtalinna sjóða:
• SIV Fjármögnun, kt. 601015-9940
• ATOM, kt. 430417-9910
• GAMMA: Méllon, kt. 490115-9940
• GAMMA Alternative Credit Fund, kt. 440417-9810
• GAMMA: DENARIUS, kt. 590716-9950
Hinn 27. október samþykkti Fjármálaeftirlitið einnig yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta GAMMA Capital Management hf. til Kviku eignastýringar hf. sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða yfirfærslu á rekstri eftirtalinna sjóða:
• GAMMA: SQUARE, kt. 650615-9800
• GAMMA: AKKUR, kt. 580614-9650
• GAMMA: Ægisdyr, kt. 600213-9890
• GAMMA: Vor, kt. 480313-9840