Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti TM tryggingum hf. aukið starfsleyfi sem vátryggingafélag skv. lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi hinn 9. desember 2020. Í leyfinu felst að félaginu er nú heimilt að stunda frumtryggingastarfsemi í öllum greinaflokkum vátrygginga, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 100/2016, fyrir utan járnbrautatryggingar. Auk þess hefur félagið heimild til að stunda endurtryggingastarfsemi vegna skaðatrygginga og líf- og heilsutrygginga skv. 22. gr. laga nr. 100/2016.
- Fjármálaeftirlitsnefnd
- Um fjármálaeftirlit
- Eftirlitsskyld starfsemi
- Eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
- Stafrænn viðnámsþróttur á fjármálamarkaði (DORA)
- Lykilupplýsingaskjöl
- Fjármálafyrirtæki
- Lífeyrismarkaður
- Vátryggingastarfsemi
- Verðbréfamarkaður og sjóðir
- Markaðir með sýndareignir og MiCA
- Aðrir markaðir