Meginmál

Erindi Gunnars Jakobssonar varaseðlabankastjóra um ferðaþjónustu

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, hélt í dag, fimmtudaginn 4. febrúar, erindi á fundi hjá Fyrirtækjum í hótel- og gistiþjónustu (FHG). Erindi Gunnars fjallaði um stöðu efnahagsmála með tilliti til ferðaþjónustunnar og stöðu fyrirtækja í hótel- og gistirekstri og bar titilinn „Viðspyrna ferðaþjónustunnar – Hvað tekur við eftir COVID-kreppuna?"

Við flutning erindisins studdist Gunnar við meðfylgjandi kynningarglærur.