Við yfirferð Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitsins), í október 2020, á gögnum Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja (LSV) um sundurliðun fjárfestinga vegna þriðja ársfjórðungs 2020 kom í ljós að eign samtryggingardeildar LSV í einum verðbréfasjóði hafði farið umfram lögbundin mörk skv. 1. mgr. 36. gr. c. laga nr. 129/1997. Hóf Fjármálaeftirlitið í kjölfarið frekari skoðun á málinu.