Hinn 26. febrúar 2021 komst Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hf. væri hæfur til að fara með svo stóran hluta í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. að vátryggingafélögin verða talin dótturfélög bankans, sbr. X. kafla laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi.