Meginmál

Endurskoðun og uppfærð aðferð við birtingu á víðu peningamagni (M3)

Seðlabankinn hefur nú endurskoðað útreikning á víðu peningamagni. Breytingarnar eru af tvennum toga. Annars vegar er birting og framsetning bankans á peningamagni M3 samræmd þannig að einungis er birt peningamagn þar sem leiðrétt hefur verið fyrir brotum í tímaröðum vegna skipulagsbreytinga á fjármálamarkaði. Hins vegar er ný gagnaröð birt sem ber heitið „M3+“ sem er M3 að viðbættum hlutdeildarskírteinum peningamarkaðssjóða og stuttum skuldabréfum innlánsstofnana.

Með þessum breytingum eru gögn peningamagns að fullu í samræmi við aðferðafræði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mælir með. Tímaraðir hafa verið endurreiknaðar aftur til ársins 2008.

Sjá hér tilkynninguna í heild sinni:

Sjá nánar í Hagtölum Seðlabankans.