Meginmál

Ný lög um aðgerðir gegn markaðssvikum

Alþingi samþykkti nýverið lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021 og taka þau gildi 1. september nk. Með lögunum er reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR) veitt lagagildi á Íslandi.

Í kjölfar innleiðingar MAR í íslenskan rétt munu sömu reglur gilda um aðgerðir gegn markaðssvikum hér á landi og annars staðar í Evrópu.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands sendi nýlega dreifibréf til útgefenda fjármálagerninga og vakti athygli á gildistöku hinna nýju laga. Útgefendur og aðrir sem telja þetta mál sig varða eru hvattir til að kynna sér efni laganna og dreifibréfsins.