Fara beint í Meginmál

Niðurstaða athugunar á fyrirkomulagi útvistunar hjá Íslenska lífeyrissjóðnum14. október 2021

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf vettvangsathugun hjá Íslenska lífeyrissjóðnum í apríl 2021. Markmiðið var tvíþætt; annars vegar að kanna fyrirkomulag útvistunar og eftirlit Íslenska lífeyrissjóðsins með útvistun og hins vegar hvernig áhættueftirliti sjóðsins með rekstraráhættu hjá útvistunaraðila væri háttað.