Meginmál

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar 14. - 15. mars 2022

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands hefur verið birt hér á vef Seðlabankans. Nefndin ræddi stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika og helstu áhættuþætti, svo sem þróun efnahagsmála, áhættu fjármálafyrirtækja og fjármálakerfis, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja, stöðuna á fasteignamarkaði og eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja.

Jafnframt ræddi nefndin um öryggi og skilvirkni fjármálainnviða og mikilvægi þeirra fyrir stöðugleika fjármálakerfisins, sérstaklega í ljósi aukinnar netöryggisáhættu og stríðs í Evrópu. Þá ræddi nefndin skýrslu úttektarnefndar um reynsluna af starfi nefnda Seðlabanka Íslands 2020-2021.