Hinn 9. júní sl. veitti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands Íslenskum verðbréfum hf. heimild til að sinna vörslu verðbréfasjóða skv. 44. gr. laga nr. 116/2021 um verðbréfasjóði. Vörsluaðilum verðbréfasjóða er m.a. ætlað að vakta sjóðstreymi verðbréfasjóða og tryggja móttöku fjármuna. Þá varðveita vörsluaðilar fjármálagerninga verðbréfasjóða og tryggja aðgreiningu þeirra í samræmi við lög um markaði fyrir fjármálagerninga.
Íslensk verðbréf hf. hafa starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki. Um starfsheimildir félagsins að öðru leyti vísast til yfirlits á heimasíðu