Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur sent dreifibréf til útgefenda verðbréfa um viðmiðunarreglur sem Evrópska verðbréfaeftirlitsstofnunin (ESMA) hefur gefið út um lögmæta hagsmuni vegna frestunar á opinberri birtingu innherjaupplýsinga. Fjármálaeftirlitið beinir því til útgefenda verðbréfa að kynna sér umræddar viðmiðunarreglur ESMA og taka mið af þeim í starfsemi sinni.