Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft til meðferðar mál Birtu lífeyrissjóðs um hvort sjóðurinn hafi brotið gegn 2. mgr. 21. gr., sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu með því að tilkynna ekki um breytingar á verulegum hlut atkvæðisréttar í Sýn hf. innan lögbundins tímafrests.