Meginmál

Uppfærðar evrufjárhæðir laga nr. 100/2016

Samkvæmt 2. mgr. 172. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi sem er í samræmi við 300. gr. tilskipunar 2009/138/EC (Solvency II) skulu fjárhæðir í evrum sem vísað er til í framangreindum lögum uppfærðar á fimm ára fresti. Miða skal við breytingar á samræmdri vísitölu neysluverðs í Evrópusambandinu, grunnvísitölu frá 31. desember 2015. Nemi breytingar á vísitölunni lægri hlutfallstölu en 5% á tímabilinu skulu fjárhæðir haldast óbreyttar. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skal birta uppfærðar fjárhæðir í íslenskum krónum.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur birt tilkynningu í samræmi við 300. gr. Solvency II sem uppfærir umræddar fjárhæðir tilskipunarinnar. Þær fjárhæðir sem um ræðir má m.a. finna í 2. gr. (takmarkanir á gildissviði) og 111.-112. gr. (um lágmarksfjármagn) í lögum um vátryggingastarfsemi.

Með vísan til framangreinds eru fjárhæðir í evrum nú eftirfarandi:

Uppreiknaðar evrufjárhæðir laga 100/2016 fyrir árið 2023

2.mgr. 6. gr

. „

Fjárhæðir í evrum sem tilgreindar eru í þessum lögum umreiknast í starfrækslugjaldmiðil vátryggingafélags miðað við miðgengi evru gagnvart umræddum gjaldmiðli í lok dags 31. október næstliðins árs.“

Miðgengi evru föstudaginn 31. okt. 2022 skv. gengisskráningu Seðlabanka Íslands

143,30 kr.

EUR

ISK

3.gr.

1.tl. 3. mgr. 3.gr.

5.400.000

773.820.000

2.tl. 3. mgr. 3.gr.

26.600.000

3.811.780.000

3.tl. 3. mgr. 3.gr.

26.600.000

3.811.780.000

5.tl. 3. mgr. 3.gr.

600.000

85.980.000

5.tl. 3. mgr. 3.gr.

2.700.000

386.910.000

112. gr.

3.tl. 1.mgr. 112.gr

4.000.000

573.200.000

4.tl. 1.mgr. 112.gr

2.700.000

386.910.000

5.tl. 1.mgr. 112.gr

4.000.000

573.200.000

6.tl. 1.mgr. 112.gr

3.900.000

558.870.000

7.tl. 1.mgr. 112.gr

1.300.000

186.290.000

2.mgr. 172.gr

Fjárhæðir í evrum sem vísað er til í þessum lögum skulu uppfærðar á fimm ára fresti. Miða skal við breytingar á samræmdri vísitölu neysluverðs í Evrópusambandinu, grunnvísitölu frá 31. desember 2015. Nemi breytingar á vísitölunni lægri hlutfallstölu en 5% á tímabilinu skulu fjárhæðir haldast óbreyttar. Fjármálaeftirlitið skal birta uppfærðar fjárhæðir í íslenskum krónum“