Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Aldir ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 6. febrúar 2023, sbr. 7. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020. Í skráningunni felst heimild rekstraraðila til að reka sérhæfða sjóði að því gefnu að verðmæti heildareigna í rekstri aðila fari ekki umfram þau mörk sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/2020.