Meginmál

Varaseðlabankastjóri með erindi hjá BHM

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, flutti á dögunum erindi fyrir formenn, framkvæmdastjóra og starfsfólk aðildarfélaga BHM.

Í kynningu sinn fjallaði Rannveig um nýlega vaxtaákvörðun peningastefnunefndar, verðbólguhorfur og efni ritsins Peningamála sem kom út sama dag og vaxtaákvörðunin var kynnt. Hún ræddi meðal annars hvað hefði breyst á milli síðustu funda peningastefnunefndar, stöðu alþjóðlegra efnahagsmála og ytri skilyrði, innlent raunhagkerfi, verðbólgu og miðlun peningastefnunnar.

Hér má sjá kynninguna sem Rannveig studdist við á fundinum: