Hinn 28. apríl sl. komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins væri hæfur til að fara með allt að 20% beinan, virkan eignarhlut í Vátryggingafélagi Íslands hf. og jafn stóran óbeinan, virkan eignarhlut í Líftryggingafélagi Íslands hf., sbr. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi.