Yfirlýsing peningastefnunefndar var birt hér á vef Seðlabanka Íslands kl. 8:30 miðvikudaginn 24. maí. Ritið Peningamál var birt á vefnum kl. 8:35. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar fór fram klukkan 9:30.
Á kynningunni gerðu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála.