Meginmál

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar frá júní 2023

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands tekur ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans varðandi fjármálastöðugleika. Á fundi nefndarinnar 2., 5. og 6. júní sl. ræddi nefndin stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika og helstu áhættuþætti, svo sem þróun efnahagsmála, áhættu í rekstri fjármálafyrirtækja og fjármálakerfisins, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja, stöðu á fasteignamarkaði, virkni lánþegaskilyrða, eiginfjár- og lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja og fjármálasveifluna.

Fjármálastöðugleikanefnd ákvað að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu en samkvæmt ákvörðun nefndarinnar í mars sl. mun hann hækka úr 2% í 2,5% þann 15. mars 2024.

Sjá fundargerðina í heild hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands (17. fundur). Birt 5. júlí 2023.

Sjá hér nánari upplýsingar um nefndina og störf hennar: Fjármálastöðugleikanefnd