Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf athuganir á áhættumati á starfsemi vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í ágúst 2022. Athuganirnar beindust að sjö leyfisskyldum rekstraraðilum sérhæfðra sjóða, níu skráningarskyldum rekstraraðilum sérhæfðra sjóða og tveimur lánveitendum skv. lögum um neytendalán. Niðurstöður athugananna lágu fyrir á tímabilinu janúar til maí 2023.