Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft til meðferðar mál Íslenskra verðbréfa hf. um hvort félagið hafi brotið gegn 26. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 (MiFIR), sbr. 1. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga með því að tilkynna fjármálaeftirlitinu ekki um 6.126 viðskipti sem félagið framkvæmdi með fjármálagerninga á tímabilinu 1. september 2021 til 21. desember 2022.