Fara beint í Meginmál

Ný rannsóknarritgerð um áhrif breytinga á lífeyrissparnaði á annan sparnað4. september 2023

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerðina „Does mandatory saving crowd out voluntary saving?“ eftir Svend E. Hougaard Jensen, Sigurð P. Ólafsson, Arnald Stefánsson, Þorstein S. Sveinsson hagfræðing á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabankanum og Gylfa Zoega.

Árin 2016-18 hækkaði framlag margra atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði til skyldulífeyrissparnaðar á sama tíma og framlag til opinberra starfsmanna hélst óbreytt. Hér er því um náttúrulega tilraun að ræða. Farið er í saumana á því hvaða áhrif þessi breyting í skyldulífeyrissparnaði hafði á annan sparnað einstaklinga. Rannsóknin byggir á gögnum fengnum úr skattaskýrslum allra landsmanna. Niðurstöður eru þær að annar sparnaður dróst ekki saman þegar skyldusparnaður jókst, þvert á kenningar um neysludreifingu yfir tíma (e. intertemporal consumption smoothing). Niðurstöður spurningakönnunar sem gerð var sem hluti af þessari rannsókn benda til þess að á heildina litið sé þekking almennings á lífeyriskerfinu takmörkuð og að fáir hafi vitað að framlagið til skyldulífeyrissparnaðar hafi hækkað.