Meginmál

Virkur eignarhlutur í Kauphöll Íslands hf.

Hinn 26. október 2023 komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Adenza Parent LP og aðilar því tengdir væru hæfir til að fara með allt að 20%, óbeinan, virkan eignarhlut í Kauphöll Íslands hf. (Nasdaq Iceland hf.), í gegnum hlut sinn í Nasdaq Inc., skv. 82. gr. laga nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga, sbr. 11.-18. gr. sömu laga.