Meginmál

Brot Almenna lífeyrissjóðsins gegn ákvæðum laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Hinn 22. ágúst 2023 barst tilkynning frá Almenna lífeyrissjóðnum til fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að tiltekinn ríkisskuldabréfasjóður í Húsnæðissafni lífeyrissjóðsins hafi farið 0,3 prósentustig yfir lögbundin 10% mörk um hámark fjármálagerninga í sama útgefanda, sbr. 1. mgr. 36. gr. c. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þetta leiddi til þess að umrædd fjárfesting fór umfram lögbundin mörk á tilteknu tímabili.

Sjá nánar: Brot Almenna lífeyrissjóðsins gegn 1. mgr. 36. gr. c laga nr. 129/1997