Fara beint í Meginmál

Milestone ehf. og Þáttur eignarhaldsfélag ehf. fá heimild til að fara með virka eignarhluti í Glitni banka og Sjóvá Almennum 30. janúar 2007

Þann 26. janúar 2007, veitti Fjármálaeftirlitið Milestone ehf. og Þætti eignarhaldsfélagi ehf., heimild til þess að fara sameiginlega með virka eignarhluti allt að 25% í Glitni banka hf. og yfir 50% í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Framangreind heimild er veitt með vísan til laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, annars vegar og laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi hins vegar.