Meginmál

Ný leiðbeinandi tilmæli um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila

ATH: Þessi grein er frá 21. mars 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Á fundi stjórnar Fjármálaeftirlitsins þann 19. mars 2014 var umræðuskjal nr. 3/2014 samþykkt og ákveðið að gefa það út sem leiðbeinandi tilmæli um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila nr. 2/2014. Tilmælin taka gildi frá og með birtingu þeirra en á sama tíma falla leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2012 um sama efni úr gildi.

Helstu breytingar á tilmælunum eru sem hér segir:

- Nánar er skýrt hvenær skila eigi skýrslum vegna úttektar á upplýsingakerfum,

- hugtakið „viðskiptafyrirmæli“ skilgreint í lið 9.3.1 tilmælanna,

- orðið „fjárhagsupplýsingar“ var tekið út þar sem það er talið falla innan hugtaksins „viðskiptaupplýsingar“, og

- orðalagi liðar 12.4 og 12.5 breytt til þess að skýrar komi fram að aðilum sem vottaðir eru skv. ISO 270001 dugi að senda úttekt vottunar í stað þess að gera úttekt skv. lið 12.2 tilmælanna.