Meginmál

Drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings

ATH: Þessi grein er frá 27. mars 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér til umsagnar umræðuskjal nr. 4/2014 sem er drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings hjá vátryggingafélögum. Tilmælin eru byggð á grunni leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga en gerðar eru á þeim nokkrar breytingar.