Meginmál

FME opnar nýjan og endurbættan vef

ATH: Þessi grein er frá 2. febrúar 2007 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur opnað nýjan og endurbættan vef á vefslóðinni www.fme.is .

Á nýja vefnum geta eftirlitsskyldir aðilar skráð sig inn í gagnaskilakerfi FME og þannig skilað ýmsum skýrslum og innherjalistum með rafrænum hætti.

,,Nýi vefurinn verður í frekari þróun næstu misserin og gegnir lykilhlutverki í framkvæmd upplýsingatæknistefnu FME þar sem megináhersla verður lögð á að auka skilvirkni og gæði með rafvæðingu samskiptaferla við eftirlitsskylda aðila”, segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri.