Meginmál

Fjármálaeftirlitið heimilar viðskipti á ný með skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs

ATH: Þessi grein er frá 7. maí 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila aftur viðskipti með alla skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs sem teknir hafa verið til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland hf. þar sem útgefandinn hefur birt opinberlega tilkynningu um tillögur verkefnisstjórnar um framtíð húsnæðismála.

Viðskiptin voru stöðvuð fyrir opnun markaða hinn 6. maí 2014 til að vernda jafnræði fjárfesta.

Sjá má tilkynningu um stöðvun viðskiptanna hér: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/2065.