Meginmál

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 8/2014 með drögum að endurskoðuðum reglum um framkvæmd hæfismats fjármálafyrirtækja

ATH: Þessi grein er frá 13. júní 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 8/2014 með drögum að endurskoðuðum reglum um framkvæmd hæfismats fjármálafyrirtækja.

Fjármálaeftirlitið hefur einnig sent dreifibréf til viðeigandi aðila þar sem þeim er gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin. Þá eru skjölin birt á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is.

Umsagnareyðublaðið má nálgast á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins með því að velja „Lög og tilmæli“-flipann á forsíðu og velja svo flokkinn „Umræðuskjöl“.

Umsagnareyðublaðið skal sent á netfangið fme@fme.is.