Meginmál

Lýsing hf. verður við kröfum Fjármálaeftirlitsins um upplýsingagjöf til viðskiptavina

ATH: Þessi grein er frá 30. september 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Þann 20. ágúst 2014 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að dagsektir skyldu lagðar á Lýsingu að fjárhæð 200.000 krónur á dag, og skyldu þær leggjast á félagið átta dögum frá birtingu ákvörðunarinnar, ef ekki yrði orðið við kröfum Fjármálaeftirlitsins samkvæmt ákvörðun þess frá 11. september 2013.