Meginmál

Hvers vegna fjármálaeftirlit?

ATH: Þessi grein er frá 19. mars 2015 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið efnir til ráðstefnu í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið á Hilton Reykjavík Nordica mánudaginn 23. mars frá 13 – 17. Á ráðstefnunni verður fjallað um tilgang skilvirks fjármálaeftirlits, helstu nýjungar á sviði eftirlits og reglusetningar á alþjóðavettvangi, í Evrópu og stöðu Íslands í því samhengi. Fjallað verður um nýlega úttekt AGS á virkni bankaeftirlits á Íslandi með tilliti til viðmiða um bestu framkvæmd og umbótaverkefni Fjármálaeftirlitsins. Ráðstefnan er öllum opin. Dagskrá má sjá hér fyrir neðan.

Ráðstefna á vegum Fjármálaeftirlitsins í samstarfi við Fjármála- og Efnahagsráðuneytið. Hvers vegna Fjármálaeftirlit?