Meginmál

FME á toppnum

ATH: Þessi grein er frá 14. maí 2007 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hópur á vegum Fjármálaeftirlitsins kleif Hvannadalshnjúk í byrjun maímánaðar. Undirbúningur leiðangursins hófst fyrir um 2 mánuðum og hefur hópurinn æft reglulega á því tímabili m.a. með reglulegum Esjugöngum og gönguferð upp Hvalfell. Mikil stemning var í hópnum enda viðraði vel á toppnum. Ferðin upp og niður hnjúkinn tók um 14 klukkustundir, en gönguleiðin er samtals um 25 km. í láréttri línu.