Meginmál

FME: Morgunverðarfundur um útrás íslensku bankanna til Kína

ATH: Þessi grein er frá 11. júní 2007 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Um 50 manns sóttu fund FME um útrás íslenskra fjármálafyrirtækja til Kína. Tilefni fundarins var heimsókn sendinefndar frá kínverska bankaeftirlitinu (CBRC) og undirritun samstarfssamning FME og CBRC.

Á fundinum fjallaði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME um útrás íslenskra fjármálafyrirtækja og áhrifin á starfsemi FME. Í ræðu sinni kynnti Jónas nýja stefnu er snýr að erlendri starfsemi íslensku fjármálafyrirtækjanna. 

Liu Mingkang, formaður kínverska bankaeftirlitsins fjallaði almennt um kínverska bankamarkaðinn og eftirlitshlutverk CBRC. Í ræðu sinni fagnaði hann innkomu íslenskra viðskiptabanka inn á kínverska markaðinn og sagðist bera miklar væntingar til samstarfsins við FME.

Lárus Welding forstjóri Glitnis kynnti stefnu og starfsemi Glitnis í Kína, en bankinn opnaði nýlega, fyrstur íslenskra banka, umboðsskrifstofu í Kína. Í ræðu sinni lýsti Lárus yfir ánægju með það starf sem unnið væri innan FME í tengslum við útrás fjármálafyrirtækjanna og sagði það starf mjög mikilvægt fyrir fyrirtækin.

Myndir:
Frett.11.06.2007.Mynd1

Frett.11.06.2007.Mynd2

Frett.11.06.2007.Mynd3