Meginmál

FME samþykkir samruna VBS Fjárfestingabanka hf. og FSP hf.

ATH: Þessi grein er frá 4. júlí 2007 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið veitti þann 4. júlí sl. samþykki sitt fyrir samruna VBS Fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Samruninn tekur gildi frá og með þeim degi en frá og með 1. janúar 2007 tekur VBS við öllum réttindum og skyldum FSP. Félögin verða sameinuð undir nafni VBS Fjárfestingarbanka hf.