Meginmál

FME: Túlkun um atkvæðisrétt í sparisjóðum

ATH: Þessi grein er frá 9. ágúst 2007 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur í dag birt túlkun um atkvæðisrétt í sparisjóðum varðandi til hvaða sjónarmiða skuli líta til við mat á tengslum aðila. Samkvæmt 3. mgr. 70. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, er engum heimilt að fara með meira en alls 5% af heildaratkvæðamagni í sparisjóði, hvort sem yfirráð yfir atkvæðisrétti byggjast á beinni eða óbeinni hlutdeild í stofnfé sparisjóðs.